Frestað.
Með vísan til tölvubréfs Orkuveitu Reykjavíkur verður að flytja rafstrengi og tengikassa brott áður en til mögulegrar lóðarstækkunar getur komið. Kostnaður vegna þessa fellur á umsækjanda. Embætti byggingarfulltrúa mun ekki óska eftir breytingu á lóðarblaði vegna lóðarstækkunar fyrr en staðfest hefur verið af Orkuveitu Reykjavíkur að frá greiðslu kostnaðar hafi verið gengið. Að þessu skilyrði uppfylltu er ekkert til fyrirstöðu að umsótt lóðarstækkun verði samþykkt, nýtt lóðablað gert og í framhaldi viðbótarlóðasamningur, gegn þeirri greiðslu sem áður hefur verið tilkynnt um.