Fyrirspurn
Sótt er um endurnýjun á erindi BN025563, samþykkt 8. október 2002 og endurnýjað 27. apríl 2010, þar sem veitt var leyfi til að breyta vinnuskúr í sérgeymslur, stækka kvisti á norðurþekju, byggja svalir og nýjan kvist á suðurþekju og innrétta nýja íbúð á þakhæð hússins á lóð nr. 3A við Bröttugötu.
Þessi skjöl fylgdu fyrra máli, brunatæknileg úttekt VSI dags. 28. júní 2002 . Umsögn Árbæjarsafns dags. 8. júlí 2002 og umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 8. júlí 2002 . Virðingargjörð dags. 1. nóvember 1941.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 20. ágúst 2002.
Stærð: Stækkun kvistir 3,6 ferm., 13,5 rúmm.
Gjöld kr. 8.000 + 1.080