Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Hlíðarendi 2-6, landnr. 106642, og Hlíðarendi 8 landnr. 201429, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 05.09.2011. Lóðin Hlíðarendi 2-6 , er 59435 m2, bætt við lóðina úr óútvísuðu landi, landnr. 218177, 122 m2, tekið af lóðinni undir nýja lóð, 3082 m2, tekið af lóðinni undir lóð Hlíðarenda 8, 950 m2, tekið af lóðinni undir óútvísað land, landnr.218177, tveir skikar, 4220 m2, lóðin Hlíðarendi 2-6, verður 51305 m2. Lóðin Hlíðarendi 8 er 10000 m2, tekið af lóðinni undir nýja lóð, 209 m2, tekið af lóðinni undir óútvísað land, landnr. 218177, 305 m2 bætt við lóðina úr óútvísuðu landi, landnr. 218177, 14897 m2, bætt við lóðina frá lóðinni Hlíðarendi 2-6, 950m2, lóðin Hlíðarendi 8 verður 25333 m2. Ný lóð, fyrirhugað framhald Snorrabrautar, afnotaréttur fyrir Knattspyrnufélagið Val, frá lóðinni Hlíðarenda 8, 209 m2, lóðin verður 3291 m2. Óútvísað land minnkar því um samtals 10494 m2. Sjá samþykkt skipulagsráðs 22.09.2010 og samþykki borgarráðs 23.09.2010. Auglýsing um gildistöku breytingarinnar var birt í B-deild Stjórnartíðinda 29.12.2010.