Endurnýjun BN038946
Fjólugata 13 01.18.510.9
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Málsaðilar
Haraldur Ingólfur Þórðarson
Byggingarfulltrúi nr. 682
8. maí, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038946 dags. 21 júlí 2009 þar sem sótt er um að byggja bílskúr, til að byggja nýtt anddyri á norðurhlið, koma fyrir nýjum gluggum á austurhlið kjallara, grafa frá kjallara og síkka glugga á vesturhlið og til að breyta innra skipulagi og gluggagerð einbýlishússins nr. 13 við Fjólugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. maí 2012 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynt frá 20. apríl til og með 22. maí 2012 en það sem samþykki hagsmunaaðila barst 3. maí 2012 er erindið nú lagt fram að nýju.
Viðbygging: 18,3 ferm., 49,5 rúmm. Bílskúr: 38 ferm. 112,7 rúmm. Samtals stækkun: 56,3 ferm., 162,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 13.787
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102147 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009910