Rífa tengigang og loka húshlið.
Skólavörðustígur 11 01.18.201.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 688
19. júní, 2012
Frestað
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að rífa tengigang á annarri hæð milli Skólavörðustígs 11 og Skólavörðustígs 13. Gangurinn var byggður árið 1994.
Lóðarhafar Skólavörðustígs 11 og Skólavörðustígs 13 sækja báðir um leyfi til niðurrifsins (sbr. erindi BN44577- Skólavörðustígur 13, niðurrif) en framkvæmdin verður á vegum eiganda lóðarinnar nr. 11 við Skólavörðustíg.
Eftir niðurrifið er jafnframt sótt um að ganga frá suðausturhlið í samræmi við upprunalegt útlit hússins á lóðinni nr. 11 við Skólavörðustíg.
Þinglýstur kaupsamningur innfærður í febrúar 2002 (dagsetning er ólæsileg) fylgir erindinu.
Ath. skráning hússins breytist ekki, sbr. skráningartöflu sem fylgdi með erindi BN040202-Skólavörðustígur 11.
Stærð: Niðurrif, tengigangur, 2. hæð 12,1 ferm., 37 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Svar

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Landnúmer: 101817 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017668