Nýjar svalir, gluggar og fl.
Fischersund 3 01.13.654.0
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Málsaðilar
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Byggingarfulltrúi nr. 700
18. september, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir með björgunaropi á austurgafli í stað blómaskála, breyta innanhúss í kjallara og risi, setja nýjan glugga á norðurhlið og breyta glugga á norðurhlið í hurð/björgunarop á einbýlishúsinu á lóð nr. 3 við Fischersund.
Meðfylgjandi er samþykki Húsafriðunarnefndar dags. 5.7. 2012, samþykki Minjasafns Reykjavíkur dags. 9.7. 2012 og samþykki Sögufélagsins, meðeiganda á lóð dags. 10.9. 2012.
Gjald kr. 8.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.