takmarkað byggingarleyfi
Nesjavallaleið 9 - fangelsi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 696
21. ágúst, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi vegna jaðvegsrannsókna á lóð undir fangelsið á Hólmsheiði.
Miðað er við að umfang rannsókna verði af stærðargráðunni:
- 1 stk. 150 m skurður til að kanna hvort sprungur liggi á byggingareit.
- 2 stk. 30 m skurður til að rekja stefnu sprungna ef sprungur finnast í lengri skurði.
- 22 stk. stakar holur til að kanna jarðvegsgerð og dýpi.
- Miðað er við að mæld verði þykkt lausra jarðlaga, dýpi niður á jökulruðning og dýpi niður á fasta klöpp (2-4 m skv. fyrri rannsóknum). Einnig verður vatnsstaða mæld, finnist slík í skurðum eða borholum.
- Útsetning og innmæling á rannsóknarstöðum með GPS mælitækjum.
- Gerð jarðfræði- og jarðtækniskýrslu sem uppfyllir ÍST EN 1997:2004 um jarðvegsrannsóknir.

Gert er ráð fyrir að verktaki grafi ekki lengri skurði en hann geti fyllt uppí jafn óðum í lok vinnudags.
Mannvit mun annast mælingar og ákveða staðsetningu graftarins en það hefur ekki ennþá verið samið við verktaka
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.