Nýtt fjölbýlishús
Hverfisgata 61 01.15.251.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 795
23. september, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og ris með tólf íbúðum á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.
Jafnframt er sótt um leyfi til að flytja matshluta 01 (1915), rífa matshluta 02 (1945) og rífa matshluta 03 (1927) á lóðinni og er erindi BN044673 "Niðurrif - þrír matshl." dregið til baka með þessu erindi.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. mars 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. desember 2012, bréf hönnuðar varðandi flutning matshluta 01 dags. 11. september 2012, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2014.
Flutningur og niðurrif Hverfisgata 61, landnúmer 101087.
Fastanúmer 200-3352 merkt 01- 0101 - íbúð 48,1 ferm.- verður flutt.
Fastanúmer 200-3353 merkt 01- 0201 - íbúð 47,5 ferm. - verður flutt.
Fastanúmer 200-3354 merkt 02- 0001 - vörugeymsla 126,4 ferm.- verður rifið.
Fastanúmer 200-3355 merkt 02-0101 - verslun 40,0 ferm.- verður rifið.
Fastanúmer 200-3356 merkt 02-0102 - vörugeymsla 86,4 ferm.- verður rifið
Fastanúmer 2003357 merkt 03-0101 - Geymsla 58,8 ferm.-verður rifið.
Samtals niðurrif: 407,2 ferm.
Nýbygging: 1.517,7 ferm. og 4.422,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101087 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022379