Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, einangrað að innan og með bárujárnsklæddu timburþaki þriggja hæða og þriggja íbúða fjölbýlishús með undirgangi á lóð nr. 34 við Baldursgötu.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. gr. 17.1.2, ákvæði til bráðabirgða í bréfi arkitekts dags. 23. október 2012.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2012. Samþykki eigenda Þórsgötu 14 fylgir með.
Stærðir:
1. hæð 54,3 ferm., 2. hæð 63,4 ferm., 3. hæð 37,6 ferm.
Samtals 155,3 ferm., 504,3 rúmm.
B-rými 13,4 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 42.865