Fyrirspurn
Sótt er um endurnýjun á erindi BN036568, þar sem veitt var leyfi til að byggja sex til tíu hæða steinsteypt fjölbýlishús með áttatíu og níu íbúðum ásamt geymslukjallara á tveimur hæðum, allt einangrað að utan og klætt með steinflísum, álklæðningu, harðvið og zinkklæðningu, sem hús nr. 7- 17 við Mánatún sem 2. áfanga framkvæmda sbr. BN 33317 á lóð nr. 1-17 við Mánatún og 1-3 við Sóltún.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. gr. 17.1.2 ákvæði til bráðabirgða. Erindi fylgir greinargerð um undanþágu dags. 28. nóvember 2012 sem viðauki við byggingarlýsingu.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 10. júlí 2007, endurskoðuð 20. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Mánatún 7-17 (matshluti 02) neðrikjallari geymslur 535,7 ferm., kjallari geymslur 1589,5 ferm., íbúðir 1. hæð 1516,1 ferm., 2. og 3. hæð 1730,4 ferm. hvor hæð, 4.-6. hæð 1729,5 ferm. hver hæð, 7. hæð 842 ferm., 8. hæð 802,3 ferm., 9. hæð 261,9 ferm., 10. hæð 145,7 ferm., samtals 14342,5 ferm., 46915 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 3.987.775