Fyrirspurn
Á fundi byggingarfulltrúa þann 4. desember 2012 var ranglega bókað svo varðandi erindi BN045233: "Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sbr. nýsamþykkt erindi BN044927 að koma fyrir matarlyftu, breyta aðstöðu starfsfólks, fyrirkomulagi í eldhúsi og snyrtingum er fækkað um eina á 1.hæð, en fjölgað um eina á 2.hæð í veitingahúsi á lóð nr. 8 við Lækjargötu".
Ekki var rétt að tengja saman erindi BN045233 og erindi BN044927, þau eru algerlega aðskilin erindi hvort með sinn byggingarstjóra.
Rétt bókun hefði því átt að hljóma svo:
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, að koma fyrir matarlyftu, breyta aðstöðu starfsfólks, fyrirkomulagi í eldhúsi og snyrtingum er fækkað um eina á 1.hæð, en fjölgað um eina á 2.hæð í veitingahúsi á lóð nr. 8 við Lækjargötu.