Íþróttamiðstöð Vals - 2. áfangi - SJÁ ATH TEIKN.
Hlíðarendi 2-6 01.62.880.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 740
23. júlí, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu sem tengir Fjósið gömlu íbúðarhúsi og gamla íþróttahúsinu, innrétta 11 gistieiningar í tengibyggingunni, innrétta minjasafn í Fjósinu og sameiginlega setustofu í gamla íbúðarhúsinu á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni Eflu dags. 8. mars 2013, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21. febrúar 2011. útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2013.
Viðbygging: 1. hæð 538,9 ferm., 2. hæð 248,5 ferm., 3. hæð 121,2 ferm.
2. áfangi samtals: 908,6 ferm., 2.998,1 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.000 + 269.829
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.