Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1067 frá 12. maí 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Verið er að sækja um leyfi til að breyta notkun, skráðri stærð og útliti Náðhússinns á Nauthólsvegi 100/Bragginn. Reykjavíkurborg á byggingarnar á Nauhólsvegi 100 og búið er að gera upp Braggann fyrir um hálfan milljarð. Búið er að skrifa 47 milljónir á náðhúsið en það stendur enn fokhelt. Grunnstoð ehf. sem er í eigu Háskólans í Reykjavík og bakjarla hans. Ævintýri í kringum Braggann eiga sér engan endi. Minnt er á að framúrkeyrsla og dularfull notkun á fjármagni sem reikningar voru skrifaðir fyrir á viðfangsefnið Nauthólsvegur 100, upp á fleiri hundruð milljónir eru nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara og lögreglu.