Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1086 frá 6. október 2020.
Bókanir og gagnbókanir
Miðflokkur
Það er algjört reginhneyksli að búið er að gera breytingar á 1. hæð Þjóðleikhússins í óleyfisframkvæmd. Húsið er friðað frá árinu 2004. Þetta kallast nútíma hroki fyrir sögu og gildi hússins. Að sækja um leyfi fyrir framkvæmd á breytingum á innra skipulag Þjóðleikhússins sem þegar er yfirstaðin er lögbrot. Þann 6. október hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags og samgönguráðs og lögbrotin voru samþykkt. Í fundargögnum frá byggingafulltrúa kemur fram: „að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.“ Nú er því borið við að ekki er hægt að bregðast við að hálfu borgarinnar því breytingarnar eru yfirstaðnar. Þegar einstaklingar fara í óleyfisframkvæmd er þeim gert að rífa allt niður. Í öðru erindi er sótt um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð Þjóðleikhússins, m.a. koma fyrir handriðum í inngangströppum úti og inni, innrétta fatahengi í fyrrum miðasölu og innrétta bari og setsvæði í hliðarsölum Þjóðleikhússins. Ekkert er gert með að vernda upprunalegt útlit hússins og gæta að höfundarrétti Guðjóns Samúelssonar. Núverandi stjórnendur Þjóðleikhússins eiga ekki húsið – heldur þjóðin.