óútvísað land í Reykjavík
Mæliblað
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 714
15. janúar, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Óskað er eftir að deila svæðinu "Óútvísað land Reykjavíkur, í byggð", landnúmer 218177,
(staðgr. 1.-2.-4.) upp í fjögur svæði, þar sem Hringbraut-Miklabraut-Vesturlandsvegur skipta
svæðinu í norður og suður svæði og Reykjanesbraut og Elliðaárnar skipta því upp í vestur og austursvæði, þannig að úr verði fjögur svæði, samanber meðfylgjandi uppdrátt Umhverfis- og skipulagssvið, Landupplýsingadeildar, dagsettan desember 2012, nefndan "Óútvísað land í Reykjavík".
Nánar skiptist svæðið, landnúmer 218177, (staðgr. 1.-1.-2.-4.) upp í fjögur eftirtalin svæði
1) "Óútvísað land í byggð NV", og héldi það svæði landnúmerinu 218177 og fengi staðgreininn 1.0-1.4.
2) "Óútvísað land í byggð NA", og fengi það svæði sér landnúmer og staðgreininn 1.5-1.8.
3) "Óútvísað land í byggð SV", og fengi það svæði sér landnúmer og staðgreininn 2.0-4.0.
4) "Óútvísað land í byggð SA", og fengi það svæði sér landnúmer og staðgreininn 4.2-4.9.
Við þetta minnkar "Óútvísað land Reykjavíkur, í byggð", landnúmer 218177, (staðgr. 1.-1.-2.-4.) um
522 ha og verður 25.6 ha og nefnist "Óútvísað land í byggð NV", landnúmer 218177, (staðgr. 1.0-1.4.)
Landið "Óútvísað land í byggð NA", (staðgr. 1.5-1.8.) verður 400ha.
Landið "Óútvísað land í byggð SV", (staðgr. 2.0-4.0.) verður 14 ha.
Landið "Óútvísað land í byggð SA", (staðgr. 4.2-4.9.) verður 108 ha.
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.