Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Háaleitisbraut 68 (staðgr. 1.727.301, landnr. 107329), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 11. 3. 2013. Lóðin Háaleitisbraut 68 (staðgr. 1.727.301, landnr. 107329) er 11766m², þrír skikar, samtals 236 m² (165 + 71 + 0,1 = 236 m²), teknir af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), þrem skikum, samtals 785 m² (165 + 169 + 452 = 786 m²), bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m². Lóðin Háaleitisbraut 68 (staðgr. 1.727.301, landnr. 107329), verður 12317 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþ. í skipulagsráði 06. 09. 2006, í borgarráði 14. 09. 2006 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 23. 11. 2006.
Sjá einnig tölvupóst, dags. 12. 02. 2013, frá skipulagsfulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs, um að tillagan sé í samræmi við ákvæði deiliskipulags.