Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta íbúða steinsteypt fjölbýlishús sem er kjallari, tvær hæðir og rishæð á lóð nr. 151-155 við Laugaveg.
Sjá einnig erindi BN045836, BN045837 og BN045839 um leyfi til þess að rífa húsin nr. 151, 153 og 155 við Laugaveg.
Samþykki eiganda húss nr. 153 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu. Beðið er um undanþágu 6.-16 hluta byggingarreglugerðar nr. 112 / 2012.
Stærðir: Kjallari, bílageymsla og geymslur 365,3 ferm. Fyrsta hæð, íbúðir 255,0 ferm. Önnur hæð, íbúðir 263,3 ferm. Þriðja hæð, íbúðir 263,3 ferm.
Samtals 1146,9 ferm. og 3753,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 337.824