Stækkun, ofanábygging, tengibygging
Guðrúnartún 1 01.21.610.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 742
13. ágúst, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að stækka húsið til vesturs, byggja ofan á norðurhúsið og breikka tengibyggingu milli norður- og suðurhúss . Jafnframt er sótt um niðurfellingu á kvöð um gröft og legur holræsis á lóð nr. 1 við Guðrúnartún.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 30. maí 2013 og bréf frá hönnuði dags. 18. júní 2013, Tölvupóstur frá Tæknistjóra fráveitu dags. 26.júní 2013
Nýtt mælibréf sem sýnir nýja kvöð. fylgir.
Stækkun: 1672,1 ferm., 9762,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

105 Reykjavík
Landnúmer: 186531 → skrá.is
Hnitnúmer: 10069087