Fyrirspurn
Stekkjarbakki - Tölusetningar
Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir við Stekkjarbakka sem tengist Höfðabakka verði tölusettar með oddatölum, enda eru fasteignir við þann hluta Stekkjarbakka sem tengist Breiðholtsbraut tölusettar með sléttum tölum. Tölusetning verði sem hér segir :
Stekkjarbakki 1, fasteignir á landnúmeri 110991, mh.01,01,02, og 71, nú skráð sem Blesugróf Skálará verður Stekkjarbakki 1, undirheiti Skálará.
Stekkjarbakki 3, fasteignir á landnúmeri 110994, mh.01,02, og 70, nú skráð sem Blesugróf Heimahvammur verður Stekkjarbakki 3, undirheiti Heimahvammur.
Stekkjarbakki 5, fasteignir á landnúmeri 110996, mh.01,02, nú skráð sem Blesugróf skúrar verður Stekkjarbakki 5.
Stekkjarbakki 7, fasteignir á landnúmeri 111764, mh.01,03, nú skráð sem Stekkjarbakki verður Stekkjarbakki 7. Eru eignir Orkuveitu Reykjavíkur.
Stekkjarbakki 9, fasteignir á landnúmeri 111000, mh.01,02,03 og 70, nú skráð sem Blesugróf Gilsbakki verður Stekkjarbakki 9, undirheiti Gilsbakki.
Stekkjarbakki 11, fasteignir á landnúmeri 111001, mh.01, nú skráð sem Blesugróf Laufás verður Stekkjarbakki 11, undirheiti Laufás.
Málinu fylgjr uppdráttur úr LUKR í stærð A3 með innfærðum upplýsingum.