Fyrirspurn
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 4. desember 2007 var samþykkt byggingarleyfisumsókn frá B.M.-Vallá hf og Fasteignafélagsins Ártúns ehf, um leyfi til þess að byggja mötuneyti, starfsmannaaðstöðu og smurstöð, sem viðbyggingu við matshluta 11 á lóðinni nr. 7 við Bíldshöfða. Vegna málsins var álagt gatnagerðargjald reiknað svo:
564,8 ferm @ 11028 kr./ferm. = 6.259.113 kr. Við álagninguna yfirsást að lóðarhafa var heimilt m.v.t. úthlutunarskilmála að byggja allt að 45.661 rúmm. á lóðinni áður en frekari gatnagerðargjald yrði álagt. Samtals hefur verið byggt að lóðinni 30. 246 rúmm og má því byggja 45.661-30.246 ferm. = 15. 415 rúmm áður en til greiðslu gatnagerðargjalda kemur. Rétt álagning gjalda vegna byggingarleyfis BN037393 er:
Byggingarleyfisgjald 167.688 kr.
Úttektargjöld 138.000 kr.
Yfirferð raflagnauppdrátta 17.100 kr.
Lágmarksgjald 6.800 kr.
Málinu fylgir samantekt dags. 7. maí 2013 og önnur samantekt skrifstofustj. Framkvæmdasvið ódagsett.