Fyrirspurn
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðir og lendur við Brautarholtsveg á Kjalarnesi fái staðföng sem hér segir :
Landspilda með óþekktu landnúmeri milli "Hólalands" og "Presthúsa", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 65.
Landspilda með landnúmer 125743, nú skráð "Presthús 125743", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 69, undirheiti Presthús.
Lóð með landnúmer 125860, nú skráð "Presthús 125860", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 71, undirheiti Presthús.
Landspilda með landnúmer 125662, nú skráð "Nesvík 125662", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 73, undirheiti Nesvík. Matshluti 02, félagsheimili verði Brautarholtsvegur 73 og mhl. 01, sumarbústaður verði nr. 73A.
Landspilda með landnúmer 204065, nú skráð "Brautarholt VII-B", fáí staðfang sem Brautarholtsvegur 75, undirheiti Spilda VII-B.
Landspilda með landnúmer 173358, nú skráð "Brautarholt 7 173358", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 77, undirheiti Spilda VII.
Landspilda með landnúmer 204064 nú skráð "Brautarholt VII-A", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 79, undirheiti Spilda VII-A.
Landspilda með landnúmer 125660 nú skráð "Brautarholt 1", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 83, undirheiti Spilda I, matshlutar 02 og 03 verði nr. 83 og mhl. 04, golfskáli verði nr. 81.
Landspilda með landnúmer 173355, nú skráð "Brautarholt 6 173355", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 85, undirheiti Spilda VI, matshluti 05, sóknarkirkja verði nr. 85, en aðrir matshlutar 85A.
Lóð með landnúmer 173344 nú skráð "Brautarholt IV", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 87, undirheiti Spilda IV.
Landspilda með landnúmer 173360 nú skráð "Brautarholt 8 173360", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 89, undirheiti Spilda VIII.
Landspilda með landnúmer nú skráð "Krókur 125712", fái staðfang sem Brautarholtsvegur 30, undirheiti Krókur. Önnur staðföng matshluta verði, Lyngás, nr. 30, Krókur nr.40 og Háagerði verði Hofsgrund 50.
Málinu fylgir uppdráttur með innfærðum staðföngum. Sér uppdráttur A3 vegna lóðarinnar Brautarholtsvegur 80.