Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við norðurhlið, kjallara, tvær hæðir og ris, stækka anddyrisviðbyggingu á vesturhlið og gera svalir á þaki hennar og byggja bílskúr með verönd og garði á þaki við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. við Öldugötu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2014 fylgir erindinu.
Tillagan var grenndarkynnt frá 27. nóvember til og með 27. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Áróra Pálsdóttir dags. 30. nóvember 2013, Eiríkur Dór Jónsson og Áróra Pálsdóttir dags. 18. desember 2013 og Eva Gestsdóttir, Ásta B. Jónsdóttir og Einar I. Halldórsson eigendur að Bárugötu 33 dags. 27. desember 2013.
Niðurrif: Fastanr. 200-1547 mhl. 70 merkt 0101 bílskúr 1931 17,4 ferm., einnig kjallarainngangur og tröppur, kvistur, bakdyrainnangur og snyrting.
Niðurrif samtals: 36,8 ferm., 91,5 rúmm.
Viðbyggingar og bílskúr: 111 ferm., 308,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000