takmarkað byggingarleyfi
Smiðjustígur 4 01.17.111.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 760
17. desember, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Þingvangur ehf. óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóðinni nr. 4 við Smiðjustíg. sbr. erindi BN046564.
Um er að ræða svæðið þar sem svo kallaður Hjartagarður er í dag og mun verða hluti af lóð nr 4 við Smiðjustíg þegar nýtt mæliblað hefur verið samþykkt. Ósk Þingvangs er að fá leyfi til að kanna jarðlög og útbúa malar púða sem athafnasvæði fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir á reitnum. Með þessu leyfi þá getum við undirbúið okkur og nágranna ef mikið verður um fleigun eða sprengingar ef/þegar endanlegt framkvæmdarleyfi verður veitt. Einnig erum við að lágmarka umferð og athafnir tækja við Hverfisgötu þar sem við þurfum að þvera gangbraut sem er við innkeyrslu inn á svæðið. Ekki verður unnið við aðra verkþætti en hér eru nefndir.
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að gengið verði frá samþykkt um lóðabreytingar á reitnum fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.