mæliblað
Háteigsvegur 7 01.24.430.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 755
12. nóvember, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Þverholti 15-21 (staðgr. 1.244.301, landnr. 215990) og Háteigsvegi 7 (staðgr. 1.244.302, landnr. 103192), eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 7.11. 2013.Lóðin Þverholt 15-21 (staðgr. 1.244.301, landnr. 215990) er 8632 m², bætt er 1395 m² við lóðina frá Háteigsvegi 7, teknir eru 16 m² af lóðinni og lagðir við borgarland (landnr. 218177), leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m², lóðin Þverholt 15-21 (staðgr. 1.244.301, landnr. 215990) verður 10010 m² og verður númeruð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Lóðin Háteigsvegur 7 (staðgr. 1.244.302, landnr. 103192) er 1395 m², teknir eru 1395 m² af lóðinni og lagðir við lóðina Þverholt 15-21, lóðin Háteigsvegi 7 (staðgr. 1.244.302, landnr. 103192) verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Sjá samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 17. 01. 2013, samþykkt borgarráðs 24. 01. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 06. 03. 2013.
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin verði tölusett nr. 15 við Þverholt.
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.