Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss á öllum hæðum, koma fyrir lyftu frá kjallara upp á 2. hæð, breyta 3. hæð til veisluhalda, breyta áhorfendarými og sviði á 1. og 2. hæð þannig að upphækkanir séu færanlegar og gólf geti verið slétt, breyta fyrirkomulagi í kjallara og innrétta fyrir veitingastað í flokki III, tegund A í Gamla Bíói á lóðinni nr. 2A við Ingólfsstræti.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. febrúar 2014 fylgir erindinu, einnig brunavarnaskýrsla frá Eflu dags. des. 2013, bréf arkitekts dags. 18.2. 2014, umsögn skipulagsstjóra fylgir fyrirspurn BN047080 dags. 3.2. 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 14.3. 2014 sem og bréf arkitekts dags. 17.3. 2014.
Gjald kr. 9.000 + 9.500