takmarkað byggingarleyfi - breyting
Sæmundargata 15-19 01.63.130.3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 765
4. febrúar, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu - breytingu á fyrirkomulagi aðstöðu innan vinnusvæðis sbr. erindi BN046543 á lóðinni nr. 15-19 við Sæmundargötu sbr. erindi BN046396.
Skrifstofa reksturs- og umhirðu (SRU) f.h. veghaldara (Reykjavíkurborg) og afnota af borgarlandi gerir ekki athugasemdir við breytingar á aðkomu frá Sturlugötu inn á vinnusvæði byggingaframkvæmda Alvogen.
Sækja þarf um "Framkvæmdaheimild" hjá SRU á netfangið framkvaendaheimild@reykjavik.is . Uppfylla þarf reglur um merkingar vinnusvæða http://reykjavik.is/thjonusta/merkingar-a-vinnusvaedum og skila inn með umsókn teikningu af vegtengingu við vinnusvæðið og umferðarmerkingum þ.a.l.
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.