Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum tveggja lóða, þ.e. lóðarinnar Laugavegur 4, Skólavörðustígur 1A og Skólavörðustígur 3 (staðgr. 1.171.302, landnr. 101402) og lóðarinnar Laugavegur 6 (staðgr. 1.171.303, landnr. 101403), eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 03. 02. 2014.
Lóðin Laugavegur 4, Skólavörðustígur 1A og Skólavörðustígur 3 (staðgr. 1.171.302, landnr. 101402) er talin 389,3 m², lóðin reynist 398 m², teknir eru 139 m² af lóðinni og gert að nýrri lóð, Skólavörðustígur 3, bætt er 292 m² við lóðina frá Laugavegi 6, lóðin verður 551 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa
Lóðin Laugavegur 6 (staðgr. 1.171.303, landnr. 101403) er talin 289,0 m², lóðin reynist 292 m², teknir eru 292 m² af lóðinni og bætt við lóðina Laugavegur 4, Skólavörðustígur 1A og Skólavörðustígur 3, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám.
Ný lóð, Skólavörðustígur 3 (staðgr. 1.171.310, landnr. .........), lagt er 139 m² við lóðina frá lóðinni Laugavegur 4, Skólavörðustígur 1A og Skólavörðustígur 3, Lóðin verður 139 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá samþykkt borgarráðs þann 05. 09. 2013, samþykkt afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa þann 01. 11. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 23. 01. 2014.