Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja 4 - 5 hæða steinsteypt fjölbýlishús með 120 íbúðum á bílageymslu sem rúmar 118 bíla á sameinaðri lóð nr. 15 við Þverholt.
Byggð verða fjögur aðskilin hús á bílakjallara, sem er tvær hæðir að hluta og skiptist í sjö matshluta sem verða Þverholt 19, 21 og 23 og Einholt 8, 10 og 12 á lóð nr. 15 við Þverholt.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 25. febrúar 2014, útreikningur á varmatapi dags. 7. mars 2014 og greinargerð um hljóðvist dags. í febrúar 2014.
Stærðir:
Einholt 8, mhl. 07: 2.920,1 ferm., 8.739,8 rúmm.
Einholt 10, mhl. 08: 2.953 ferm., 8.953,6 rúmm.
Einholt 12, mhl. 09: 2.332,1 ferm., 7.246,2 rúmm.
Þverholt 19, mhl. 03: 1.966,5 ferm., 5.953,4 rúmm.
Þverholt 21, mhl. 04: 3.075,3 ferm., 9.450,7 rúmm.
Þverholt 23, mhl. 05: 2.691,1 ferm., 8,391,2 rúmm.
Mhl. 11, bílgeymsla: 4.433,8 ferm., 14.778 rúmm.
Samtals ofanjarðar: 13.735,7 ferm., xx rúmm
B-rými 905,3 ferm., xx rúmm.
Samtals: 14.641 ferm., xx rúmm.
Samtals neðanjarðar: 6.636,2 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500