Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.190.3, vegna Barónsstígs 28 ( staðgr. 1.190.314, landnr. 102447 ). Nú uppfærir Landupplýsingadeild blaðið með tilliti til deiliskipulags sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 18. 09. 2013, samþykkt í borgarráði þann 26. 09. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 11. 2013, en í því deiliskipulagi eru lóðamörk Barónsstígs 28 óbreytt en byggingarreitur breytist. Landupplýsingadeild varpar lóðamörkum lóðarinnar Barónsstígs 28 í Hnitakerfi Reykjavíkur 1951, við þetta breytist stærð lóðarinnar lítillega eða úr 257.2m2, eins og hún er talin, í 258m2.