Fjölbýlishús
Frakkastígur 8 01.17.210.9
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 799
21. október, 2014
Frestað
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja 1. og 2. áfanga nýbygginga á Frakkastígsreit, Hverfisgötu 58-60, mhl. 02, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús á kjallara með fimmtán íbúðum á efri hæðum, verslun og þjónustu og bílgeymslu á jarðhæð og kjallara og mhl. 03, Laugavegur 41A, fjögurra hæða fjölbýlishús með átta íbúðum á sameinaðri lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Meðfylgjandi er greinargerð um algilda hönnun dags. 5. maí 2014, orkurammi dags. 1. maí 2014, umsögn Minjastofnunar dags. 8. maí 2013 og 7. júlí 2014, greinargerð hönnuðar um skipulagsskilmála dags. 20. og 27. maí 2014 og bílastæðabókhald, ódagsett.
Stærð mhl.02: 3.017,6 ferm., 9.516,6 rúmm.
Stærð mhl.03: 986,5 ferm., 3.093,1 rúmm.
Samtals: 4.004,1 ferm., 12.609,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Svar

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Gerð lóðabreytingar er ólokið.