Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja veislustofu með þaksvölum við núverandi 3. hæð, koma fyrir útibekkjum og og gróðurbelti, framlengja lyftu og flóttaleið frá Bankastræti 7 á þaksvölum, Gamla Bíós, sbr. erindi BN046942, samþ. 20.5. 2014, á lóð nr. 2a við Ingólfsstræti.
Erindi var grenndarkynnt frá 26. júní til og með 24. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhann Friðrik Haraldsson dags. 22. júlí 2014, Mörkin lögmannsstofa f.h. 101 hótels ehf. og IJG eigna ehf. dags. 23. júlí 2014.
Einnig er lagt fram minnisblað arkitektur.is dags. 29. september 2014 og bréf Steindórs Sigurgeirssonar f.h. félagið-eignarhaldsfélag og húseigenda Gamla Bíós dags. 22. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2014.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. júní 2014 og eldvarnaskýrsla dags. í júní 2014.
Stærðir stækkun brúttó: 66,6 ferm., 220,0 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500