Hurð út í garð og bílskúr
Akurgerði 11 01.81.321.3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Málsaðilar
Erna Valdís Sigurðardóttir
Byggingarfulltrúi nr. 796
30. september, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu með pappaklæddu timburþaki og setja hurð og tröppur úr borðstofu út í garð við tvíbýlishús á lóð nr. 11 við Akurgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. september 2014 fylgir. Erindið var grenndarkynnt frá 21. ágúst til og með 18. september 2014. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda og samþykki meðeigenda.
Stærðir bílskúr: 30,7 ferm., 87,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

108 Reykjavík
Landnúmer: 107900 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006405