Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Urðarstígur 14, Urðarstígur 16 og Urðarstígur 16A eða eins og sýnt er á meðfylgjandi uppáttum Landupplýsingadeildar dagsettum 30. 7. 2014.
Urðarstígur 14 (staðgr. 1.186.403, landnr. 102278), lóðin er talin 238,9 m², lóðin reynist 247 m², teknir eru 20 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 227 m².
Urðarstígur 16 (staðgr. 1.186.404, landnr. 102279), lóðin er talin 149,9 m², lóðin reynist 154 m², teknir eru 7 m² af lóðinni og bætt við Urðarstíg 16A, teknir eru 20 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt 0,1 m² við lóðina frá Urðastíg 16A, bætt 0,1 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 127 m².
Urðarstígur 16A (staðgr. 1.186.405, landnr.102280), lóðin er talin 102,5 m², lóðin reynist 106 m², bætt 7 m² við lóðina frá Urðarstíg 16A, teknir eru 0,1 m² af lóðinni og bætt við Urðarstíg 16, lóðin verður 113 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði þann 09. 05. 2012, samþykkt í borgarráði þann 18. 05. 2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 22. 06. 2012.