Fyrirspurn
Hjálagt er nýtt mæliblað fyrir lóðina nr. 8 við Grandagarð.
Um er að ræða nýtt mæliblað fyrir lóðina en líklega hefur aldrei verið gefið út mæliblað fyrir lóðina en samkvæmt gömlum uppdrætti ódagsettur var lóðin skilgreint 2.726,77 fm, og skráð í þjóðskrá 2.727 fm. Nú er gefið út nýtt mæliblað sem er í samræmi við skipulag svæðisins og tilfærslu hafnarmarka eftir sölu lands til Reykjavíkurborgar á Mýrargötusvæðinu. Skv. nýju mæliblaði er lóðin nú 3.410 fm, stækkun lóðarinnar er að mestu leyti til vesturs en einnig er stækkun meðfram Grandagarði og við enda hússins til austurs.