Eldsneytisgeymar - gasgeymslur
Fjallkonuvegur 1 02.85.530.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 810
13. janúar, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurnýja eldsneytisgeyma, mhl. 08, 6.000 l. litað dísel, mhl. 07, 20.000 l. dísel, báðir í sömu steyptu þrónni, fjarlægja þrjá tanka undir þurrkstæðum og tveim nýjum 30.000 l. bensíntönkum komið fyrir, mhl. 05 og 06 og koma fyrir gasgeymslu á eldsneytisafgreiðslustöð á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg.
Tankar fjarlægðir: 112 rúmm.
Nýir tankar: Mhl. 05: 34 rúmm.
Mhl. 06: 34 rúmm.
Mhl. 07: 23,3 rúmm.
Mhl. 08: 8,9 rúmm.
Gasgeymsla: 8,3 ferm., 15,8 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þinglýsa skal eignaskiptayfirlýsingu vegna lóðar fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

112 Reykjavík
Landnúmer: 110068 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009838