Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að endurbyggja í upphaflegri mynd garðhýsi, mhl. 02, sem byggt var 1930, en flutt í burtu inn í Laugardal árið 1980, einnig er sótt um leyfi til að framkvæma minniháttar breytingar á húsinu, mhl. 01, svo sem að byggja nýjan arinn og reykháf, lækka gólfkóta eldri hluta og samsvarandi síkkun glugga þar á erindi BN039087, sem samþykkt var sem takmarkað byggingarleyfi 21. október 2011, sjá einnig bréf byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst og 14. september 2011 varðandi endurbætur og nýbyggingar við húsið Esjuberg á lóð nr. 29A við Þingholtsstræti.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. desember 2014 fylgir erindinu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. desember 2014.
Stækkun íbúðarhús mhl. 01: 18,5 rúmm.
Stærðir garðhýsi, mhl. 02: 13,4 ferm., 43,9 rúmm.
Gjald kr. 9.500