Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja stigahús í bilið að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti að götu, gera viðbyggingu og svalir á bakhlið og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu.
Erindi var grenndarkynnt frá 24. apríl til og með 22. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Pétur Óli Gíslason dags. 5. maí 2015, Bryndís Emilsdóttir f.h. Heimsborga ehf. dags. 6. maí 2015 og Elísabet Árnadóttir dags. 19. maí 2015. Einnig er lagður fram tölvupóstur Péturs Óla Gíslasonar dags. 1. júní 2015 þar sem athugasemdir eru dregnar til baka og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014.
Stærð verður: 212,7 ferm., 601,8 rúmm.
Stækkun A-rými: 88,6 ferm., 238 rúmm.
Gjald kr. 9.823