Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti staðgreinir 1.605.2 vegna lóðarinnar Sturlugata 5 (staðgr. 1.605.201, landnr. 106637), eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 22.04. 2015.
Ekki er til Mæliblað af lóðinni. Lóðin Sturlugata 5 er skráð 9800 m2 í skrám, lóðin verður 8774 m2, og kemur úr óútvísuðu landi borgarinnar ( landnr. 221448 ).
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði þann 17. 08. 2011, samþykkt í borgarráði þann 25. 08. 2011 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 05. 12. 2011 um gildistöku, sbr. og forsögn skipulagsfulltrúa um aðlögun að staðarháttum við SA-mörk lóðar, svo og mælingar Landupplýsingadeildar á staðnum.