Veitingahús og íbúðir
Skólavörðustígur 21A 01.18.224.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 877
31. maí, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð og gera svalir á bakhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.
Erindi var grenndarkynnt frá 6. apríl til og með 4. maí. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jónína Hólmfríður Hafliðadóttir f.h. eigenda og íbúa húseignarinnar að Njálsgötu 2, dags. 18. apríl 2016
Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015. Einnig er lögð umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. maí 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.
Gjald kr. 9.823
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Landnúmer: 101897 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017681