Aflétting kvaðar
Hraunbær 107 04.33.200.1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 826
12. maí, 2015
Frestað
Fyrirspurn
Vísað er til yfirlýsingar embættis byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. september 1998, um að þinglýst skuli þeirri kvöð á lóðina Hraunbæ 107, matshluta 01, að lóðinni sé úthlutað til byggingar íbúðarhúsa fyrir aldraða og að íbúðir í húsi nr. 107 við Hraunbæ, matshl. 01, skuli allar vera í eigu eins aðila. Yfirlýsingunni var þinglýst sem kvöð á lóðina 14. september 1998, sbr. skjalanúmer 411-B-015936/1998.
Íbúðir í húsinu nr. 107 við Hraunbæ, fastanr. 223-9155 til 223-9183, 223-9185, 223-9187 til 223-9188 og 225-8077 til 225-8081, hafa frá byggingu aldrei verið notaðar sem íbúðir fyrir aldraða. Fyrir hönd eiganda fasteignarinnar, Leiguafls slhf. , kt. 480514-0680 er hér með farið á leit að embættið aflétti kvöð samkvæmt framangreindri yfirlýsingu af fasteigninni.
Svar

Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðssýru.

110 Reykjavík
Landnúmer: 178788 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075771