Breytingar á BN048267
Barónsstígur 45A 01.19.300.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 828
26. maí, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um samþykki á breytingum á stofnerindi BN048267, dags. 16.12.2014, sem felast í lagfæringum á hæðarkótum, lagfærðum málum potta og laugar, stækkun tæknikjallara ásamt lagnatengigangi við eldra hús, leiðréttri lagnaleið úr tæknikjallara í gegn um báðar hæðir og upp á þak, breytingum á aðgönguhlið fyrir framan karlaklefa á 1. hæð í núverandi húsi og fyrir framan nýjan kvennaklefa, þvottahús og ræstiherbergi eru sameinuð í eitt, afgreiðslu er breytt, loftræsisamstæðu er komið fyrir í kjallara, sorpgeymsla á lóð er færð til og aðeins stækkuð og stærðum lyftna er breytt í Sundhöll Reykjavíkur á lóð nr. 45A við Barónsstíg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.5. 2015, breytt brunahönnun dags. des. 2014.
Stærðir stækkun: 167,2 ferm., 509,6 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Landnúmer: 102530 → skrá.is
Hnitnúmer: 10005092