Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á lóðunum Hlíðarendi 3F, Hlíðarendi 7E og Hlíðarendi 7F eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 28. 05. 2015.
Lóðin Hlíðarendi 3F (staðgr. 1.629.505, landnr. 223264) er 42 m², teknir eru 12 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), bætt er 5 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 35 m².
Lóðin Hlíðarendi 7E (staðgr. 1.629.504, landnr. 223263) er 21 m², teknir eru 5 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), bætt er 9 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 25 m².
Lóðin Hlíðarendi 7F (staðgr. 1.629.503, landnr. 223262) er 21 m², teknir eru 5 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), bætt er 9 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 25 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 11. 2014, samþykkta í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýsta í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.
Nú, 28. 05. 2015, er mörkum lóðanna Hlíðarenda 3F, Hlíðarenda 7E og Hlíðarenda 7F breytt svo þær passi við stærð og lögun gáma.