Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum, sjá erindi BN046396, aðallega er um að ræða minni háttar breytingar á innra skipulagi í líftæknihúsi Alvogen á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu. Erindi fylgir uppfærð brunahönnun dags. 27. október 2015 og bréf arkitekts dags. í október 2015. Leiðréttar stærðir: Voru A- og B-rými: 12.983,8 ferm., 62.953 rúmm. Verða A-rými:13.278,6 ferm., 63.250,3 rúmm. B-rými: 31,4 ferm., 125,4 rúmm. Stækkun: 326,2 ferm., 422,7 rúmm. Gjald kr. 9.823
Svar
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.