Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.832.1 dagsettum 21.10.2015, vegan lóðanna Langagerði 40 til Langagerðis 60, alls 11 lóðir, einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum. Lóðin Langagerði 48 (staðgr. 1.832.105, landnr 108551) er talin 506,0 m², lóðin reynist 506 m². Samanber eldra mæliblað og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar. Nú gerir Landupplýsingadeild blaðið tölvutækt, setur á A3-blaðstærð og varpar í hnitakerfi Reykjavíkur.