Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu sem tengir Fjósið gömlu íbúðarhúsi og gamla íþróttahúsinu, sjá erindi BN045376, innrétta 11 gistieiningar í tengibyggingunni, innrétta minjasafn í Fjósinu og sameiginlega setustofu í gamla íbúðarhúsinu á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 12. desember 2015 þar sem farið er fram á undanþágu frá kröfu um algilda hönnun sbr. grein 6.1.3, og 19. janúar 2016, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21. febrúar 2011 og brunahönnun frá EFLU dags. 19. janúar 2016.
Viðbygging: 1. hæð 567,1 ferm., 2. hæð 246,4 ferm., 3. hæð 121,2 ferm.
2. áfangi samtals: 934,7 ferm., 2.879,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100