Breyting - 1.hæð og kjallara
Laugavegur 28 01.17.220.6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Málsaðilar
Sigurlaug S. Hafsteinsson
Byggingarfulltrúi nr. 884
19. júlí, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð, kjallara og á 5. hæð, breyta kvistum að Laugavegi og gera gleryfirbyggingu á flóttagang á bakhlið, sjá erindi BN050215, í veitingahúsi og hóteli á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016, brunahönnun uppfærð 25. apríl 2016 og bréf hönnuðar dags. 9. júní 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Glergangur, B-rými: 7,9 ferm., 46 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis að jarðhæð hússins skuli vera opin almenning yfir daginn, að óheimilt sé að nota skyggt gler, filmur eða annað sem skyggir fyrir glugga.