Ársskýrsla byggingarfulltrúa, ársskýrsla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 27
6. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram til kynningar ársskýrsla byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir árið 2018.  Kynnt.
Svar

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:Við þökkum skrifstofu byggingarfulltrúa fyrir vandaða og skýra ársskýrslu sem gefur gott yfirlit yfir samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarmagn, útgefin byggingarleyfi og fleiri verkefni byggingarfulltrúans á árinu 2018.Skýrslan sýnir glöggt að árið 2018 var algjört metár í byggingarsögu borgarinnar, enda voru met slegin í nær öllum flokkum. Þar má nefna að á árinu 2018 var hafin bygging á metfjölda íbúða, eða 1.417 íbúðum en fyrra met voru 1.133 íbúðir árið 1973. Sá fjöldi íbúða samsvarar fjölda íbúða í Foldahverfi og hálfu Húsahverfi, eða rétt tæplega heildarfjölda íbúða á Seltjarnarnesi. Sömuleiðis hefur samþykkt byggingarmagn aldrei verið meira og mótteknir uppdrættir aldrei fleiri. Einnig er ánægjulegt að hlutfall íbúða af samþykktu byggingarmagni eykst á milli ára en sama á við um hlutfall húsnæðis fyrir iðnað, hótel og veitingahús. Ársskýrsla byggingarfulltrúa staðfestir að Reykjavík er lifandi borg í örum vexti. Áframhaldandi kraftur í uppbyggingu íbúða, þjónustu- og atvinnuhúsnæðis, almenningssamgangna og annarra innviða mun gera góða borg betri - öllum til góða.