Bráðabirgða skrifstofuhúsnæði - einingar
Háaleitisbraut 175 01.84.--9.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 880
21. júní, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja bráðabirgða skrifstofuhúsnæði úr 18 færanlegum forframleiddum einingum úr stáli og steinull á steyptum undirstöðum við austurhlið Landspítala/Borgarspítala á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. júní 2016.
Meðfylgjandi er tölvupóstur frá mælingadeild dags. 20.5. 2016 og bréf arkitekts dags. 1.6. 2016
Stærðir: 497,3 ferm og 1.458,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til bókunar Umhverfis- og skipulagsráðs 15. júní 2016 er leyfið bundið því skilyrði að komi til breyttrar starfsemi á lóðinni skal umrætt bráðbirgðahúsnæði fjarlægt af hálfu lóðarhafa og á kostnað hans innan 3 mánaða frá samþykkt breytinga. Skal yfirlýsingu þess efnis þinglýst á lóðina fyrir útgáfu byggingarleyfis.