mæliblað
Hlíðarendi 6-10
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 877
31. maí, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti með staðgr. 1.628.8 vegna lóðanna Hlíðarendi 6-10, Hlíðarendi 6A, Hlíðarendi 12, Hlíðarendi 14 og Hlíðaendi 14A, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettum 30. 05. 2016.
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 03. 2014, samþykkt í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.
Sjá "Breytingablað 1.629.8 og 1.628.8" samþykkt af byggingarfulltrúa 19. 01. 2016, ath. nú stækkar lóðin Hlíðarendi 14A um 9 m² eða í 44 m² og lóðin Hlíðarendi 14 minnkar um 9 m² og verður 25061 m² frá því sem var á Breytingablaðinu. Lóðin Hlíðarendi 6-10 (staðgr. 1.628.801, landnr. 106642), verður 50162 m². Lóðin Hlíðarendi 6A (staðgr. 1.628.804, landnr. 223917), verður 35 m². Lóðin Hlíðarendi 12 (staðgr. 1.628.803, landnr. 220838), verður 3520 m². Lóðin Hlíðarendi 14 (staðgr. 1.628.802, landnr. 201420), verður 25061 m². Lóðin Hlíðarendi 14A (staðgr. 1.628.805, landnr. 223918 ), verður 44 m²
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst