Leiðrétt bókun frá 21. júní 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
1. Mæla skal upp, skrá og ljósmynda byggingarhluta og efnisþykktir úr leifum hússins sem máli skipta fyrr endurbyggingu þess.
2. Skila skal sérteikningum af eftirtöldum byggingarhlutum til Minjastofnunar til yfirferðar og samþykktar :
Tréburðargrind og uppbyggingu þakvirkis og millilofts
Uppbyggingu timburútveggjar og samskeytum hans við steypta jarðhæð
Gluggum og útidyrum í timburhluta hússins með frágangi utan og innan
Þakkanti og sperruendum á aðalhúsi og kvisti á framhlið
Endanlegar sneiðingar, útlit og grunnmyndir skulu jafnframt fylgja til skýringar
3. Eftirlit á framkvæmdatíma.
Hafa skal samráð við Minjastofnun um litaval og frágangsatriði
Tilkynna skal Minjastofnun um allar breytingar á gögnum frá því sem kynnt hefur verið.
Hafa samráð við Minjastofnun um álitamál sem upp koma í hönnun og framkvæmd. "